Innlent

Einn fluttur á sjúkrahús með þyrlu eftir umferðarslys

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Suðurlandsvegi var lokað um stund vegna slyssins.
Suðurlandsvegi var lokað um stund vegna slyssins. Vísir/Egill

Allt tiltækt lið lögreglunnar á Selfossi var kallað til í dag vegna umferðarslyss á Suðurlandsvegi við Biskupstungnabraut, rétt vestan við Selfoss.

Búið er að loka Suðurlandsvegi frá Selfossi og eru miklar tafir á umferð.

Samkvæmt lögreglunni á Suðurlandi var um mótorhjólaslys að ræða og var einn maður fluttur á sjúkrahús með þyrlu. Ekki er vitað hvert maðurinn var fluttur.

Uppfært 15:54:
Hreinsunarstarfi er nú að ljúka á vettvangi. Líklega verður hægt að opna veginn aftur eftir nokkrar mínútur, en bílalestin nær nú milli Hveragerðis og Selfoss.

Uppfært 16:00
Búið er að opna fyrir umferð á ný á Suðurlandsvegi.

Vísir/Egill
Miklar umferðartafir urðu vegna slyssins. Vísir/EgillFleiri fréttir

Sjá meira