Innlent

Einn fluttur á sjúkrahús með þyrlu eftir umferðarslys

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Suðurlandsvegi var lokað um stund vegna slyssins.
Suðurlandsvegi var lokað um stund vegna slyssins. Vísir/Egill

Allt tiltækt lið lögreglunnar á Selfossi var kallað til í dag vegna umferðarslyss á Suðurlandsvegi við Biskupstungnabraut, rétt vestan við Selfoss.

Búið er að loka Suðurlandsvegi frá Selfossi og eru miklar tafir á umferð.

Samkvæmt lögreglunni á Suðurlandi var um mótorhjólaslys að ræða og var einn maður fluttur á sjúkrahús með þyrlu. Ekki er vitað hvert maðurinn var fluttur.

Uppfært 15:54:
Hreinsunarstarfi er nú að ljúka á vettvangi. Líklega verður hægt að opna veginn aftur eftir nokkrar mínútur, en bílalestin nær nú milli Hveragerðis og Selfoss.

Uppfært 16:00
Búið er að opna fyrir umferð á ný á Suðurlandsvegi.

Vísir/Egill
Miklar umferðartafir urðu vegna slyssins. Vísir/Egill


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira