Enski boltinn

Aron Einar lék allan leikinn í öruggum sigri

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Aron með góðar gætur á Agbonlahor í leiknum í dag.
Aron með góðar gætur á Agbonlahor í leiknum í dag. Vísir/getty
Aron Einar Gunnarsson var á sínum stað í byrjunarliði Cardiff í 3-0 sigri gegn Aston Villa í dag á heimavelli en Birkir Bjarnason kom ekkert við sögu hjá gestunum. Er þetta annar sigurinn í röð hjá Cardiff sem byrjar tímabilið vel.

Eftir nauman 1-0 sigur á útivelli gegn Burton í fyrstu umferð voru heimamenn í miklu stuði í dag. Nathaniel Mendez-Laing kom Cardiff yfir snemma leiks en hann var aftur á ferðinni á 71. mínútu með þriðja mark Cardiff.

Kanadíski landsliðsmaðurinn Junior Hoilett bætti við marki fyrir Cardiff í millitíðinni sem hélt hreinu í dag og hefur ekki fengið á sig mark í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins.

Birkir sem byrjaði leik Aston Villa gegn Colchester í vikunni fékk engar mínútur í dag frekar en Hörður Björgvin Magnússon sem kom ekki við sögu í 1-2 tapi Bristol City gegn Birmingham.

Þá voru hvorki Jón Daði Böðvarsson né Axel Andrésson í hóp hjá Reading sem gerði 1-1 jafntefli gegn Fulham á heimavelli þrátt fyrir að leika manni fleiri frá fyrstu mínútu. Jón Daði er enn frá vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×