Enski boltinn

Aron Einar lék allan leikinn í öruggum sigri

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Aron með góðar gætur á Agbonlahor í leiknum í dag.
Aron með góðar gætur á Agbonlahor í leiknum í dag. Vísir/getty

Aron Einar Gunnarsson var á sínum stað í byrjunarliði Cardiff í 3-0 sigri gegn Aston Villa í dag á heimavelli en Birkir Bjarnason kom ekkert við sögu hjá gestunum. Er þetta annar sigurinn í röð hjá Cardiff sem byrjar tímabilið vel.

Eftir nauman 1-0 sigur á útivelli gegn Burton í fyrstu umferð voru heimamenn í miklu stuði í dag. Nathaniel Mendez-Laing kom Cardiff yfir snemma leiks en hann var aftur á ferðinni á 71. mínútu með þriðja mark Cardiff.

Kanadíski landsliðsmaðurinn Junior Hoilett bætti við marki fyrir Cardiff í millitíðinni sem hélt hreinu í dag og hefur ekki fengið á sig mark í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins.

Birkir sem byrjaði leik Aston Villa gegn Colchester í vikunni fékk engar mínútur í dag frekar en Hörður Björgvin Magnússon sem kom ekki við sögu í 1-2 tapi Bristol City gegn Birmingham.

Þá voru hvorki Jón Daði Böðvarsson né Axel Andrésson í hóp hjá Reading sem gerði 1-1 jafntefli gegn Fulham á heimavelli þrátt fyrir að leika manni fleiri frá fyrstu mínútu. Jón Daði er enn frá vegna meiðsla.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira