Sport

Fanney tók silfur á EM | Sjáðu myndband frá silfurlyftunni

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Fanney Hauksdóttir.
Fanney Hauksdóttir. Mynd/Facebook-síða Kraftfélagsins
Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingarkona úr Gróttu, keppti í dag á Evrópumeistaramótinu í klassískri bekkpressu þar sem hún vann silfurverðlaunin í Ylitornio í Finnlandi.

Fanney byrjaði á 110 kg og fór létt með það í fyrstu tilraun en það tók hana ekki langan tíma að bæta eigið Íslandsmet. Lyfti hún upp 112,5 kílóum í annarri tilraun og var því Íslandsmet í húsi.

Hin ungverska Zsanett Palagyi var einnig búin að lyfta 112,5 kílóum en það var ljóst að Fanney þyrfti að gera betur en hennar árangur vegna munar á líkamsþyngd þeirra.

Fór Fanney næst í 115 kíló en það reyndist of þungt fyrir Fanneyju í dag en Palagyi reyndi einnig við 115 kíló án árangurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×