Fótbolti

Matthías lagði upp sigurmark Rosenborg

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Matthías lagði upp sigurmarkið fyrir norsku meistaranna.
Matthías lagði upp sigurmarkið fyrir norsku meistaranna. visir/getty

Varamaðurinn Matthías Vilhjálmsson kom inn af bekknum og lagði upp sigurmarkið í 2-1 sigri á útivelli gegn Molde í norsku úrvalsdeildinni í dag en Rosenborg er nú komið með átta stiga forskot á toppi deildarinnar.

Matthías byrjaði á bekknum hjá gestunum en í liði Molde var Björn Bergmann Sigurðarson í byrjunarliðinu og komst Molde yfir á heimavelli snemma leiks. Tók það Fredrik Brustad aðeins fjórar mínútur að koma Molde yfir.

Danski framherjinn Nicklas Bendtner jafnaði metin á 73. mínútu en á 85. mínútu kom Anders Konradsen gestunum í Rosenborg yfir eftir sendingu frá Matthíasi og reyndist það vera eina mark leiksins.

Sarpsborg getur enn saxað aðeins á forskot Rosenborg með sigri gegn Kristiansund á morgun en staða norsku meistaranna er orðin ansi vænleg eftir nítján umferðir.

Í Danmörku lék Kjartan Henry Finnbogason allan leikinn í 1-1 jafntefli Horsens gegn FCK en Kjartan sem komst ekki á blað í dag fékk að líta gula spjaldið stuttu fyrir leikslok.

Horsens er eftir leikinn í 2. sæti dönsku deildarinnar með tíu stig eftir fimm leiki eftir að hafa rétt bjargað sér frá falli á síðasta ári.

Þá lék Hallgrímur Jónasson allan leikinn í 1-1 jafntefli Lyngby gegn SönderjyskE.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira