Fótbolti

Matthías lagði upp sigurmark Rosenborg

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Matthías lagði upp sigurmarkið fyrir norsku meistaranna.
Matthías lagði upp sigurmarkið fyrir norsku meistaranna. visir/getty

Varamaðurinn Matthías Vilhjálmsson kom inn af bekknum og lagði upp sigurmarkið í 2-1 sigri á útivelli gegn Molde í norsku úrvalsdeildinni í dag en Rosenborg er nú komið með átta stiga forskot á toppi deildarinnar.

Matthías byrjaði á bekknum hjá gestunum en í liði Molde var Björn Bergmann Sigurðarson í byrjunarliðinu og komst Molde yfir á heimavelli snemma leiks. Tók það Fredrik Brustad aðeins fjórar mínútur að koma Molde yfir.

Danski framherjinn Nicklas Bendtner jafnaði metin á 73. mínútu en á 85. mínútu kom Anders Konradsen gestunum í Rosenborg yfir eftir sendingu frá Matthíasi og reyndist það vera eina mark leiksins.

Sarpsborg getur enn saxað aðeins á forskot Rosenborg með sigri gegn Kristiansund á morgun en staða norsku meistaranna er orðin ansi vænleg eftir nítján umferðir.

Í Danmörku lék Kjartan Henry Finnbogason allan leikinn í 1-1 jafntefli Horsens gegn FCK en Kjartan sem komst ekki á blað í dag fékk að líta gula spjaldið stuttu fyrir leikslok.

Horsens er eftir leikinn í 2. sæti dönsku deildarinnar með tíu stig eftir fimm leiki eftir að hafa rétt bjargað sér frá falli á síðasta ári.

Þá lék Hallgrímur Jónasson allan leikinn í 1-1 jafntefli Lyngby gegn SönderjyskE.
Fleiri fréttir

Sjá meira