Íslenski boltinn

Heimir: Við litum ekki á þetta sem forréttindi

Smári Jökull Jónsson skrifar
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. Vísir/Stefán
Heimir Guðjónsson þjálfari FH var svekktur í leikslok eftir tapið gegn ÍBV í úrslitum Borgunarbikarsins.

„Við mættum aldrei í leikinn. Þess vegna töpuðum við honum og í fyrri hálfleik var nánast bara eitt lið á vellinum,“ sagði Heimir í samtali við Vísi eftir leik.

„Eyjamenn voru betri en það var meira líf í okkur í seinni hálfleik. Þá sköpuðum við ágætis færi til að jafna en það gekk ekki eftir. Ég vil nota tækifærið til að óska ÍBV til hamingu með bikarititilinn.“

Flestir töldu FH sigurstranglegra liðið fyrir leikinn en Heimir gaf lítið fyrir það að það hefði truflað hans menn fyrir leikinn.

„Ég hef ekki hugmynd um það. Ég hef alltaf ímyndað mér það, og þekki það sjálfur, að bikarúrslitaleikur sé stærsti leikur sumarsins og forréttindi að fá að spila svona leik. Við litum ekki á þetta sem forréttindi,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH.


Tengdar fréttir

Kristján: Þjóðhátíð númer tvö og þrjú

"Þetta er rosalegt, ég er svo glaður að það er með ólíkindum," sagði Kristján Guðmundsson þjálfari ÍBV eftir að hans menn tryggðu sér bikarmeistaratitilinn í knattspyrnu með 1-0 sigri á FH á Laugardalsvelli í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×