Fótbolti

Lokeren byrjar illa án Rúnars

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Ari Freyr lék allan leikinn í stöðu vinstri bakvarðar.
Ari Freyr lék allan leikinn í stöðu vinstri bakvarðar. vísir/getty

Lokeren tapaði fyrsta leik sínum undir stjórn Peter Maes 0-2 á heimavelli gegn Mouscron en þetta var þriðja tap Lokeren í röð.

Eins og fjallað var um á Vísi í vikunni var Rúnar látinn taka poka sinn á dögunum eftir tvo tapleiki í röð en ekki byrjar lífið undir stjórn Maes vel.

Mörk sitt hvoru megin við hálfleikinn skiluðu Mouscron sigrinum en Koen Persoons, miðjumaður Lokeren, fékk rautt spjald stuttu fyrir leikslok.

Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn í vinstri bakverði hjá heimamönnum en Gary Martin var ekki í leikmannahóp Lokeren.


Tengdar fréttir

Rúnar rekinn frá Lokeren

Rúnar Kristinsson var í dag rekinn sem þjálfari belgíska úrvalsdeildarfélagsins Sporting Lokeren‏. Rúnar var þjálfari liðsins í aðeins níu mánuði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira