Golf

Kisner leiðir fyrir lokahringinn

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Kisner er einum hring frá fyrsta sigrinum á einu af risamótunum fjórum.
Kisner er einum hring frá fyrsta sigrinum á einu af risamótunum fjórum. Vísir/Getty

Kevin Kisner er með eins högga forskot á Chris Shroud og Hideki Matsuyama fyrir lokahringinn á PGA-meistaramótinu í golfi sem fer fram í Bandaríkjunum þessa helgina.

Þriðji hringurinn tók langan tíma og mátti sjá það á efstu kylfingum að þeir voru þreytulegir er þeir komu loksins í hús nú rétt fyrir miðnætti á íslenskum tíma.

Kisner og Hideki Matsuyama deildu efsta sætinu fyrir þriðja hringinn á átta höggum undir pari en þeir léku báðir yfir pari í dag, Kisner á einu höggi yfir pari en Matsuyama á tveimur höggum yfir pari.

Kisner er því átján holum frá því að fagna sigri á einu af fjórum risamótum ársins í fyrsta sinn á ferlinum en besti árangur hans á einu af stórmótunum er þegar hann deildi 12. sæti á Opna bandaríska meistaramótinu árið 2015.

Stroud lék á parinu og saxaði með því á Kisner á toppnum en þeir Shroud og Matsuyama eru einu höggi á eftir Kisner en Justin Thomas og Louis Oosthuizen eru á fimm höggum undir pari, tveimur höggum á eftir Kisner.

Jason Day sem fagnaði sigri á þessu móti ári 2016 náði sér engan vegin á strik í dag en hann var á sex höggum yfir pari og er á parinu eftir þrjá hringi.

Fékk hann fjórfaldan skolla á lokaholu dagsins eftir skrautleg innáhögg þar sem hann týndi meðal annars bolta en hann fékk fjóra skolla, einn skramba og fjórfaldan skolla á þriðja hring.
Fleiri fréttir

Sjá meira