Innlent

Týndur ferðamaður fannst þar sem hann var að húkka far

Kjartan Kjartansson skrifar
Maðurinn varð viðskila við ferðafélaga sína á Heklu.
Maðurinn varð viðskila við ferðafélaga sína á Heklu.

Björgunarsveitir af Suðurlandi leituðu ferðamanns sem hafði týnst á Heklu í gærkvöldi. Maðurinn fannst heill á húfi eftir stutta leit.
Í tilkynningu frá Landsbjörgu kemur fram að björgunarsveitir hafi verið kallaðar út klukkan tíu í gærkvöldi ásamt hópum frá hálendisvakt í Landmannalaugum.

Maðurinn hafði gengið á Heklu ásamt tveimur félögum sínum fyrr um daginn en orðið viðskila við þá. Eftirgrennslan eftir honum hafði staðið yfir í einhvern tíma en upp úr tíu hófst formleg leit að manninum.

Um ellefu leytið fannst maðurinn á Landvegi vestan Heklu þar sem hann var að húkka far. Björgunarsveitarfólk sem var á leið í leitina kom manninum til móts við samferðarfólk hans.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira