Innlent

Ágætisveður í kortunum næstu daga

Kjartan Kjartansson skrifar
Enn er líf eftir í sumrinu þó farið sé að síga á seinni hluta þess.
Enn er líf eftir í sumrinu þó farið sé að síga á seinni hluta þess. Daníel Rúnarsson

Veðurstofan segir útlit fyrir ágætisveður næstu daga með hægum vindi. Vænar hitatölur geta náðst að degi til en möguleiki er á næturforsti í innsveitum norðanlands.

Skýjað verður með köflum í dag og talsverðar skúradembur síðdegis, einkum norðan heiða. Víða verða einnig skúrir á morgun en dálítil rigning sauðaustantil seint á morgun. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast suðaustanlands, en sums staðar hætt við vægu næturfrosti í innsveitum norðaustanlands.

Á höfuðborgarsvæðinu er gert ráð fyrir hægviðri og skýjuðu að mestu en þurrt að kalla í dag. Líkur eru taldar á skúrum á morgun. Hiti 8 til 13 stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira