Innlent

Ágætisveður í kortunum næstu daga

Kjartan Kjartansson skrifar
Enn er líf eftir í sumrinu þó farið sé að síga á seinni hluta þess.
Enn er líf eftir í sumrinu þó farið sé að síga á seinni hluta þess. Daníel Rúnarsson
Veðurstofan segir útlit fyrir ágætisveður næstu daga með hægum vindi. Vænar hitatölur geta náðst að degi til en möguleiki er á næturforsti í innsveitum norðanlands.

Skýjað verður með köflum í dag og talsverðar skúradembur síðdegis, einkum norðan heiða. Víða verða einnig skúrir á morgun en dálítil rigning sauðaustantil seint á morgun. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast suðaustanlands, en sums staðar hætt við vægu næturfrosti í innsveitum norðaustanlands.

Á höfuðborgarsvæðinu er gert ráð fyrir hægviðri og skýjuðu að mestu en þurrt að kalla í dag. Líkur eru taldar á skúrum á morgun. Hiti 8 til 13 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×