Innlent

Óskað eftir gæsluvarðhaldi yfir manni sem er grunaður um íkveikju

Kjartan Kjartansson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa
Böndin bárust fljótt að manninum en hann hefur áður komið við sögu lögreglu.
Böndin bárust fljótt að manninum en hann hefur áður komið við sögu lögreglu. Vísir/Eyþór
Tveir voru sofandi í íbúðargámi fyrir útigangsmenn á Granda þegar eldur kom þar upp í nótt. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir manni sem er grunaður um að hafa kveikt í gámnum.

Mennirnir vöknuðu þegar gámurinn fylltist af reyk og náðu þeir naumlega að forða sér. Lögreglu barst tilkynning um eldinn um klukkan tvö í nótt.

Grunaði brennuvargurinn var handtekinn fljótlega en hann hefur áður komið við sögu lögreglu. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu bárust böndin fljótt að manninum. Mennirnir tveir sem voru í gámnum gátu borið vitni.

Til stendur að yfirheyra manninn í dag en ekki liggur fyrir hvað honum gekk til með meintu athæfi sínu.

Gámurinn er sagður óíbúðarhæfur eftir eldinn en aðrar íbúðareiningar sluppu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×