Innlent

Líkfundur í Hvítá

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Gullfoss rennur í Hvítá
Gullfoss rennur í Hvítá vísir/magnús hlynur

Í leitarflugi Landhelgisgæslu með björgunarsveitarmönnum Eyvindar á Flúðum í dag fannst lík af karlmanni á austurbakka Hvítár, neðan Brúarhlaða.

Líkið hefur verið flutt til rannsóknar á Rannsóknarstofu Háskólans í réttarmeinafræði þar sem fram fer krufning á því ásamt því að Kennslanefnd ríkislögreglustjóra mun vinna með réttarmeinafræðingi að því að bera kennsl á það.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi eru sterkar líkur á því að líkið sé af Nika Begadze sem féll í Hvítá við Gullfoss þann 19. júlí síðastliðinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira