Innlent

Gleðin og ástin í Reykjadal

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Ballið var haldið í húskynnum Reykjadals í dag en á hverju ári dvelja 200 fötluð börn og ungmenni alls staðar af landinu í sumarbúðunum. Og í lok hvers sumars er haldið lokaball sem margir bíða eftir með mikilli eftirvæntingu.

Fréttamaður hitti nokkra ballgesti sem voru allir sammála um að þetta væri skemmtilegasta ball ársins. Einhverjir viðurkenndu í viðtali að ástin væri ríkjandi og aðrir sungu af mikilli innlifun fyrir myndavélina, eins og sjá má í myndskeiðinu að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×