Golf

Silfurmaðurinn Oozthuizen söng og neitar að gefast upp | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Oosthuizen svekktur á vellinum í gær.
Oosthuizen svekktur á vellinum í gær. vísir/getty
Kylfingurinn Louis Oosthuizen náði þeim svekkjandi árangri í gær að hafa lent í öðru sæti á öllum risamótunum í golfi. Góður árangur en svekkjandi.

Oosthuizen varð þá annar á PGA-meistaramótinu ásamt Francesco Molinari og Patrick Reed. Silfuralslemma á stórmótum því í húsi hjá kappanum.

Oosthuizen tapaði fyrir Bubba Watson í umspili á Masters árið 2012 og svo aftur í umspili gegn Zach Johnson á Opna breska árið 2015. Hann varð svo annar á US Open sama ár en þá vann Dustin Johnson.

Aðeins fimm kylfingar í sögunni hafa náð að vinna öll risamótin í golfi. Það eru þeir Gene Sarazen, Ben Hogan, Gary Player, Jack Nicklaus og Tiger Woods.

Oosthuizen er þó í góðum félagsskap með mönnum eins og Greg Norman sem varð átta sinnum í öðru sæti á stórmóti. Það er þó ekkert miðað við Jack Nicklaus sem varð nítján sinnum í öðru sæti. Það er met sem verður seint slegið.

Suður-Afríkumaðurinn birti frábært myndband af sér á Twitter eftir mótið þar sem hann syngur lagið Rise up með Andra Day og er greinilega ekki af baki dottinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×