Viðskipti innlent

Íslensk getspá hækkar og lækkar verð vegna gengisbreytinga

Atli Ísleifsson skrifar
Tveir voru með fyrsta vinning í lottó í kvöld
Tveir voru með fyrsta vinning í lottó í kvöld Vísir
Íslenskar getraunir hafa hækkað verð á getraunaröðinni úr ellefu krónum í tólf krónur. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri getspá. Verð á getraunaröð var í júlí lækkað úr þrettán krónum í ellefu. „Vegna óhagstæðrar gengisþróunar neyðast Íslenskar getraunir til að hækka verðið aftur og nú upp í 12 krónur röðin.

Verð getraunaraða fylgir gengi sænsku krónunnar og ljóst er að ef gengið gefur enn frekar eftir, mun skammt að bíða þess að röðin fari aftur upp í 13 krónur. Þess má geta að á undanförnum árum hefur verð á getraunaröð lækkað verulega en hæst fór það upp í 19 krónur.“

Í annarri fréttatilkynningu frá Íslenskri getspá segir að „vegna breytinga á gengismálum undanfarna mánuði hefur Íslensk getspá fengið samþykki frá dómsmálaráðuneytinu til að lækka verð á einni röð í EuroJackpot úr 300 kr. í 280 kr. Verðlækkunin tók gildi frá og með laugardeginum 12. ágúst.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×