Glamour

Banna orðin "anti aging" í blaðinu

Ritstjórn skrifar
Skjáskot/Instagram
Bandaríska tímaritið Allure hefur frumsýnt forsíðu septemberblaðsins en hana prýðir enginn önnur en breska leikkonan Helen Mirren. 

Í blaðinu kemur svo fram að ritstjórnin er búin að taka alfarið fyrir að nota orðin "anti aging" í blaðinu. Orðanotkunin þykir ýta undir aldursfordóma og hræðslu við að eldast.  Fyrir þá sem ekki þekkja þá einblínir tímaritið Allure einna helst á fréttaflutning af snyrtivörum og af fegurð. Blaðið markar því ákveðin tímamót í rétta átt, bæði með vali á forsíðufyrirsætu og þessari ákvörðun. 

Það er jú óhjákvæmilegt að eldast og engin ástæða til að hræðast það - sjáið bara hina stórglæsilegu Mirren sem 72 ára gömul. 

Hér má lesa orð ritstjórans Michelle Lee um málið!






×