Viðskipti erlent

Álverð gæti hækkað á næstunni

Sæunn Gísladóttir skrifar
Álver eru rekin á nokkrum stöðum á Íslandi.
Álver eru rekin á nokkrum stöðum á Íslandi. Vísir/GVA
Heimsmarkaðsverð á áli hækkaði nýverið upp fyrir 2.000 dali á tonnið. Það hefur ekki verið jafn hátt síðan í nóvember 2014 og hefur hækkað mest af helstu hrávörum á árinu, eða yfir 20 prósent. Hagfræðideild Landsbankans greinir frá þessu.

Síðustu daga hefur verðið hækkað nokkuð snarpt aðallega vegna þess að stjórnvöld í Kína hafa í meira mæli en áður verið að loka fjölda framleiðslueininga í landinu til að draga úr ólöglegri og mengandi álframleiðslu. Um 60 prósent af heimsframleiðslunni fer fram í Kína.

Ennþá er offramboð á áli í landi þar en nýlegar og boðaðar frekari lokanir á ólöglegum framleiðslueiningum ættu að draga úr framboði þar í landi og þar með á heimsvísu sem gæti leitt til meiri verðhækkana á áli á næstunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×