Innlent

Framkvæmdastjóri Geðhjálpar: „Þarf að passa að öll herbergi séu sjálfsvígsheld“

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um fráfall manns sem svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans aðfaranótt föstudags og rætt meðal annars við framkvæmdastjóra lækninga hjá Landspítalanum sem sagði að málið yrði rannsakað ofan í kjölinn.

Einnig var rætt við Önnu Gunnhildi Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra Geðhjálpar, sem segir mikilvægt að setja gott vöktunarplan yfir fólki í sjálfsvígshættu og passa aðbúnaðinn.

„Það þarf að passa að öll herbergi sem sjúklingar fara inn í séu sjálfsvígsheld. Það sé ekkert þar inni sem fólk getur nýtt sér til að skaða sjálft sig," segir hún.

Hún bendir á að átak hafi verið gert á spítalanum fyrir nokkrum árum síðan, varðandi baðherbergin, en það séu enn nokkur baðherbergi eftir.

„Það kemur þessu máli ekki beint við en ég er að nefna þetta sem dæmi um að það þurfa öll herbergi að vera í lagi. Ég veit að það eru til greiningar á flottum hátæknisjúkrahúsum úti í heimi sem ætti að vera hægt að fara eftir, en þetta er algjört forgangsatriði.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×