Lífið

Áhættuleikkona lést við tökur á Deadpool 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Vitni að slysinu á tökustað Deadpool 2 segja konuna hafa misst stjórn á mótorhjólinu.
Vitni að slysinu á tökustað Deadpool 2 segja konuna hafa misst stjórn á mótorhjólinu.
Áhættuleikkona lét lífið í mótorhjólaslysi við tökur á kvikmyndinni Deadpool 2 í kanadísku borginni Vancouver í morgun. Rannsókn er nú hafin á öryggisráðstöfunum á tökustað. BBC greinir frá.

Vitni að slysinu segja konuna hafa misst stjórn á mótorhjólinu, farið yfir vegkant og lent harkalega á nærliggjandi byggingu.

Tökur á kvikmyndinni hófust í Vancouver í júní síðastliðnum en Ryan Reynolds, sem fer með titilhlutverk Deadpool 2, er sjálfur uppalinn í borginni. Götum hafði verið lokað víðsvegar um Vancouver vegna vinnu við myndina.

Hin látna er talin hafa verið að leika í áhættuatriði sem persónan Domino, sem leikin er af Zazie Beetz í kvikmyndinni. Ljósmyndarar höfðu myndað Beetz á mótorhjóli, klædda sem Domino, við tökur á kvikmyndinni í síðustu viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×