Enski boltinn

Rætt um styttingu sumargluggans

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson er væntanlega á förum frá Swansea City.
Gylfi Þór Sigurðsson er væntanlega á förum frá Swansea City. vísir/getty
Félögin í ensku úrvalsdeildinni ræða nú hvort eigi að stytta tímann sem félagskiptaglugginn er opinn á sumrin.

Félagaskiptaglugginn á Englandi lokar um mánaðarmótin, næstum því þremur vikum eftir að keppni í ensku úrvalsdeildinni hófst.

Stefnt er að því kjósa um styttinguna á fundi hluthafa félaganna 7. september næstkomandi. Fjórtán af 20 félögum í ensku úrvalsdeildinni þurfa að samþykkja breytinguna til að hún verði að veruleika.

Þrátt fyrir að breytingin gangi í gegn munu félög utan Englands enn geta keypt leikmenn frá enskum félögum á meðan félagaskiptaglugginn í þeirra landi er opinn.

Meðal þeirra sem hafa kallað eftir því að tíminn sem félagaskiptaglugginn á Englandi er opinn verði styttur eru Jürgen Klopp og Paul Clement, knattspyrnustjórar Liverpool og Swansea City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×