Enski boltinn

Rætt um styttingu sumargluggans

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson er væntanlega á förum frá Swansea City.
Gylfi Þór Sigurðsson er væntanlega á förum frá Swansea City. vísir/getty

Félögin í ensku úrvalsdeildinni ræða nú hvort eigi að stytta tímann sem félagskiptaglugginn er opinn á sumrin.

Félagaskiptaglugginn á Englandi lokar um mánaðarmótin, næstum því þremur vikum eftir að keppni í ensku úrvalsdeildinni hófst.

Stefnt er að því kjósa um styttinguna á fundi hluthafa félaganna 7. september næstkomandi. Fjórtán af 20 félögum í ensku úrvalsdeildinni þurfa að samþykkja breytinguna til að hún verði að veruleika.

Þrátt fyrir að breytingin gangi í gegn munu félög utan Englands enn geta keypt leikmenn frá enskum félögum á meðan félagaskiptaglugginn í þeirra landi er opinn.

Meðal þeirra sem hafa kallað eftir því að tíminn sem félagaskiptaglugginn á Englandi er opinn verði styttur eru Jürgen Klopp og Paul Clement, knattspyrnustjórar Liverpool og Swansea City.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.