Sport

Vill fá MMA á Ólympíuleikana

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gunnar Nelson verður fertugur árið 2028 og ef MMA verður á ÓL þá er ólíklegt að hann verði með.
Gunnar Nelson verður fertugur árið 2028 og ef MMA verður á ÓL þá er ólíklegt að hann verði með. vísir/getty
Tom Madsen, framkvæmdastjóri alþjóðasamtaka MMA, IMMAF, er byrjaður á herferð fyrir því að MMA verði tekið inn á Ólympíuleikana árið 2028.

Madsen hefur lengi verið viðloðinn íþróttina og stofnaði MMA-sambandið í Þýskalandi á sínum tíma.

„Er Ólympíuleikarnir hófust fyrir löngu síðan var íþróttin pankration ein sú vinsælasta á leikunum. Hún hefur horfið en segja má að MMA sé að einhverju leyti nútíma pankration,“ segir Madsen en pankration var blanda af glímu og hnefaleikum. Allt var leyfilegt nema að bíta, vaða í kynfæri andstæðings og pota í augu hans. Hljómar kunnuglega.

„Blandaðar bardagalistir eru mjög vinsælar í dag og það myndi gefa leikunum mikið að taka MMA inn. Leikarnir eru alltaf að þróast eins og íþróttirnar. Engin íþrótt í heiminum í dag vex hraðar en MMA. Íþróttaáhugamenn hafa rétt á því að horfa á löglegt MMA og íþróttamennirnir eiga rétt á því fá sömu tækifæri og aðrir.“

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×