Sport

Fyrsta breska konan sem þjálfar í NFL-deildinni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Schecter í landsliðsbúningi Breta.
Schecter í landsliðsbúningi Breta.
Hún er kannski aðeins 162 sentimetrar að hæð og 63 kíló en Phoebe Schecter er grjóthörð og er komin með vinnu í karlaheiminum í NFL-deildinni.

Schecter var fyrirliði breska landsliðsins í amerískum fótbolta og fór með liðinu í úrslit á EM árið 2015. Nú er hún aftur á móti komin í vinnu sem þjálfari hjá NFL-liðinu Buffalo Bills.

„Ég fékk tilboð frá félaginu og trúi því varla enn að þetta hafi gerst,“ sagði Schecter hlæjandi en hún er önnur konan sem Bills fær í vinnu hjá sér sem þjálfari.

Hún er fædd í Bandaríkjunum en byrjaði ekki að spila íþróttina fyrr en hún flutti til Englands eins einkennilegt og það nú hljómar.

„Ég man vel eftir fyrsta deginum í vinnunni því ég var svo stressuð. Aðalþjálfarinn hélt ræðu og ég drakk í mig hvert orð sem hann sagði. Það voru allir mjög vinalegir og almennilegir við mig. Ég er búinn að eignast góða vini þarna,“  sagði Schecter.

Hún mun líklega láta af starfi sínu eftir undirbúningstímabilið en margir þjálfarar fá að koma í vinnu og reyna sig fyrir tímabilið. Hún er aftur á móti komin á kortið og spurning hvað framtíðin ber í skauti sér.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×