Viðskipti innlent

Alvogen kaupir rússneskt lyfjafyrirtæki

Atli Ísleifsson skrifar
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen.
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen. alvogen
Alvogen hefur tilkynnt um kaup á rússneska lyfjafyrirtækinu Omega Bittner sem áður var í eigu bandaríska lyfjafyrirtækisins Perrigo. Um áttatíu starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu í Rússlandi.

Í tilkynningu frá Alvogen segir að Omega Bittner sé með sterka stöðu lausasölulyfja í Rússlandi og sé góð viðbót við lyfjasafn Alvogen á markaðnum

Haft er eftir Róberti Wessman, forstjóra Alvogen,  að góð vaxtartækifæri séu fyrir Alvogen í Rússlandi. „Rússland er einn af okkar sterkustu mörkuðum og við höfum jafnt og þétt verið að styrkja okkar stöðu þar. Lyfjasafn Omega Bittner er hrein viðbót við sölustarfsemi okkar í Rússlandi og eykur samkeppnisstöðu okkar á markaðnum enn frekar.“

Í tilkynningunni segir að starfsemi Alvogen nái til 35 landa og hjá félaginu starfi um 2.800 starfsmenn. „Helstu markaðssvæði fyrirtækisins í Mið- og Austur Evrópu eru Rússland, Rúmenía, Ungverjaland, Úkraína og Búlgaría.

Á Íslandi starfa um 230 vísindamenn á vegum systurfyrirtækjanna Alvogen og Alvotech í nýju hátæknisetri.“

Í tilkynningunni kemur ekkert fram um kaupverð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×