Viðskipti innlent

Verðlagseftirlit ASÍ: A4 oftast með lægsta verðið á notuðum námsbókum

Atli Ísleifsson skrifar
Nú styttist í að skólaárið hefjist.
Nú styttist í að skólaárið hefjist. Vísir/Anton Brink
Verslun A4 í Skeifunni var oftast með lægsta verðið og Penninn-Eymundsson í Kringlunni oftast með hæsta verðið þegar Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á 26 algengum notuðum námsbókum fyrir framhaldsskóla.

Þetta kemur fram á vef ASÍ. Segir að misjafnt hafi verið hversu margir þeirra titla sem skoðaðir voru hafi fengist í verslununum. Í A4 Skeifunni fengust allir 26 titlarnir, 25 fengust hjá Heimkaup.is en Penninn-Eymundsson átti fæsta eða 16.

„Lægsta verðið var oftast hjá A4 Skeifunni eða á 17 titlum af 26, þar á eftir kom Heimkaup.is með lægsta verðið á 9 titlum. Penninn-Eymundsson Kringlunni var oftast með hæsta verðið í könnuninni eða á 14 titlum af 26.

Mesti verðmunurinn í könnuninni var á bókinni „Íslenska eitt“, sem var dýrust hjá Pennanum-Eymundsson Kringlunni 4.078 kr en ódýrust 2.599 kr hjá A4, það gerir 1.479 kr verðmun eða 57%. Einnig munaði miklu á verði á „Þýska fyrir þig 1“, lesbók, sem var á 2.878 kr hjá Pennanum-Eymundsson en 1.899 kr. hjá A4, sem er 979 kr verðmunur eða 52%.

Könnunin var gerð fimmtudaginn 10. Ágúst, en nánar má lesa um hana á vef ASÍ.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×