Lífið

Heimili Harry Potter til sölu á 140 milljónir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þarna ólst sjálfur Harry Potter upp.
Þarna ólst sjálfur Harry Potter upp.
Kvikmyndirnar um galdradrenginn Harry Potter er gríðarlega vinsælar en í þeim bjó hann í fallegu húsi.

Húsið er í raun til og er það staðsett í Suffolk á Englandi. Það er nú komið á sölu og er kaupverðið 1,3 milljónir dollara eða því sem samsvarar 140 milljónum íslenskra króna. 

Húsið heitir í raun og vera De Vere House og segir í fasteignaauglýsingunni að De Vere fjölskyldan hafi byggt húsið á sínum tíma. Húsið er 300 fermetrar að stærð og eru í raun tvær álmur inni í því.

Með húsinu fylgir um 1,6 hektari af garðsvæði en hér að neðan má sjá myndir innan úr þessari fallegu eign en það kemur kannski ekkert sérstaklega á óvart að kvikmyndirnar hafi að einhverjum hluta verið teknar upp þarna.

Stórglæsilegt hús.
Harry Potter svipur á öllu inni í húsinu.
Einstaklega fallegur garður.
Rosalega stór og flottur garður.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×