Innlent

Afgreiddu ekki styrki vegna vanhæfis

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Unnur Valborg Hillmarsdóttir segir að byggðaráðsmenn vilji ekki að hægt sé vefengja útllutun styrkja.
Unnur Valborg Hillmarsdóttir segir að byggðaráðsmenn vilji ekki að hægt sé vefengja útllutun styrkja.
Ekki reyndist unnt að afgreiða styrkumsóknir í Atvinnu- og nýsköpunarsjóð Húnaþings vestra sem lagðar voru fyrir byggðaráð Húnaþings vestra í síðustu viku.

„Vegna vanhæfis meirihluta fulltrúa í byggðarráði er úthlutun frestað og vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar,“ segir í fundargerð byggðaráðsins sem skipað er þremur fulltrúum.

Umsóknir í sjóðinn að þessu sinni voru fjórar. „Þegar það koma svona fáar umsóknir í svona litlu samfélagi þá er náttúrlega alltaf hætta að einhver tengist einhverjum,“ útskýrir Unnur Valborg Hilmarsdóttir, oddviti sveitarstjórnar og varaformaður byggðaráðs. Unnur segir að betra hafi þótt að sveitarstjórnin sem sé fjölskipaðri tæki ákvörðun um úthlutun úr sjóðnum. Tvær milljónir króna séu til skiptanna.

„Það voru í ákveðnum umsóknum tengingar sem orkuðu tvímælis svo við ákváðum einfaldlega að gera þetta svona til að ekki væri hægt að vefengja neina úthlutun,“ segir Unnur sem kveður þessar tengingar missterkar við þær þrjár konur sem skipa byggðaráðið. „Ein á til dæmis son sem er í félagi sem sækir um. Ég sit í stjórn Ferðamálafélagsins sem er með eina af umsóknunum og svo er stjúpfaðir þeirrar þriðju að sækja um.“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×