Sport

Sara bókstaflega á kafi í Karíbahafinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir.
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir. Mynd/Instagram/sarasigmunds
Íslenska crossfit-konan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er þessa dagana stödd í langþráðu fríi í Karíbahafinu eftir langt og strangt crossfit-tímabil.

Sara fór til eyjunnar Dóminíku til að slaka á og sleikja sólina og sárin eftir heimsleikana í Madison þar sem hún varð í fjórða sætið.

Sara leyfir aðdáendum sínum og stuðningsfólki að fylgjast með fríinu hennar inn á Instagram og það er óhætt að segja að íslenskra crossfit stjarnan sé að njóta lífsins á þessum skemmtilega stað. Eyjan Dóminíka er þekkt fyrir mikla óspillta náttúrufegurð, regnskóga og ógrynni af sjaldgæfum jurtum, fuglum og dýrum.

Nú síðast var Sara að kafa í tæra vatninu við Dóminíku og birti myndir af sér eins og sjá má hér fyrir neðan.









Sara datt niður um eitt sæti á heimsleikunum í ár (4. sæti) eftir að hafa verið á palli undanfarna tvo heimsleika (3. sæti 2015 og 2016) en hún er eina íslenska crossfit-konan sem hefur verið meðal fjögurra efstu á síðustu þremur heimsleikum.

Sara segist vera staðráðin að koma enn sterkari til baka þegar hún er búin að hlaða batteríin í Karíbahafinu. Hún er ekki sú eina sem bíður spennt eftir því hvað Sigmundsdóttir afrekar á árinu 2018.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×