Fótbolti

Buffon keppir við Messi og Ronaldo

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gianluigi Buffon.
Gianluigi Buffon. Vísir/Getty
Gianluigi Buffon, Lionel Messi og Cristiano Ronaldo voru í dag tilnefndir sem bestu knattspyrnumenn Evrópu en valið stendur á milli þeirra í ár.

Buffon er „þriðja hjólið“ á listanum en Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa báðir verið fastagestir í hópi þeirra efstu undanfarin ár.

80 þjálfarar og 55 blaðamann sá um kosninguna og ítalski markvörðurinn, Gianluigi Buffon, argentínski sóknarmaðurinn Lionel Messi og portúgalski framherjinn Cristiano Ronaldo fengu flest atkvæði.

Cristiano Ronaldo vann þessi verðlaun á síðasta ári en bæði hann og Lionel Messi hafa tvisvar sinnum verið kosnir bestu knattspyrnumenn Evrópu af UEFA. Buffon stóð sig frábærlega með Juventus sem vann tvöfalt og komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en hann er ekki að keppa við neina venjulega leikmenn.

Það var einnig gefið út í hvaða sætum næstu menn enduðu og hér fyrir neðan sjá hina sjö mennina á topp tíu listanum.

4. sæti - Luka Modric (Króatía, Real Madrid)

5. sæti - Toni Kroos (Þýskaland, Real Madrid)

6. sæti - Paulo Dybala (Argentína, Juventus)

7. sæti - Sergio Ramos (Spánn, Real Madrid)

8. sæti - Kylian Mbappe (Frakkland, Monakó)

9. sæti - Robert Lewandowski (Pólland, Bayern Munich)

10. sæti - Zlatan Ibrahimovic (Svíþjóð, Manchester United)

Það verður síðan gefið út við viðhöfn í Mónakó 24. ágúst næstkomandi hver er besti knattspyrnumaður Evrópu 2017.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×