Innlent

Tillaga að leitarleyfi í Minden

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
AMS óskaði eftir að leyfisveitingu yrði hraðað vegna kostnaðar við að leigja Seabed Constructor.
AMS óskaði eftir að leyfisveitingu yrði hraðað vegna kostnaðar við að leigja Seabed Constructor. vísir/eyþór
Engin losun efna er fyrirsjáanleg í andrúmsloft, vatn eða jarðveg vegna leitar Advanced Marine Services (AMS) í flaki þýska flutningaskipsins Minden. Þá telur AMS að engin mengunarhætta sé á ferðinni í tengslum við leitina.

Það vakti mikla athygli þegar leitað var í skipinu á vormánuðum. Þá hafði Landhelgisgæslan afskipti af skipinu og það var flutt til hafnar hér á landi. Samtímis var AMS tilkynnt um að ætlaði fyrirtækið sér að halda leit áfram á svæðinu þyrfti það starfsleyfi samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. Sótt var um slíkt leyfi síðla í apríl.

Í umsókninni kemur fram að aðgerðin sé í eðli sínu einföld og áhættulaus. Skorið verður í vegg sem síðar verður beygður frá kassa sem AMS telur að geti innihaldið verðmæti. Áætlað er að verkið muni taka 24-28 klukkustundir séu veðurskilyrði eins og best verður á kosið. Þá var þess farið á leit að leyfisveitingin yrði afgreidd með hraði, helst á tímabilinu 1. til 7. maí, vegna þess kostnaðar sem felst í því að hafa skipið Seabed Constructor á leigu.

UST hefur nú birt á heimasíðu sinni tillögu að starfsleyfinu. Þar er gert ráð fyrir að tilkynna þurfi upphaf og lok framkvæmdarinnar, skila þurfi viðbragðsáætlun byggðri á áhættumati, skila þurfi skýrslu um framkvæmdina. Hægt er að gera athugasemdir við tillöguna á næstu fjórum vikum.


Tengdar fréttir

Vilja ná í fjársjóðskistu í póstherbergi Minden

Félagið Advanced Marine Services vill starfsleyfi til að ná í kassa með góðmálmum sem það kveðst hafa fundið í póstherbergi þýska flutningaskipsins Minden sem liggur á 2.242 metra dýpi undan Íslandi. Umhverfisstofnun skoðar málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×