Erlent

Nærri sex hundruð enn saknað í Sierra Leone

Atli Ísleifsson skrifar
Aurskriðan féll úr fjallinu Sugar Loaf og fór yfir fjölmörg hús í Regent-hverfinu snemma morguns á mánudag.
Aurskriðan féll úr fjallinu Sugar Loaf og fór yfir fjölmörg hús í Regent-hverfinu snemma morguns á mánudag. Vísir/EPA
Minnst sex hundruð er enn saknað eftir aurskriðuna sem féll yfir úthverfi í Freetown, höfuðborgar Sierra Leone, á mánudag. Lík nærri fjögur hundruð hafa þegar fundist.

Rauði krossin segir að viðbragðsaðilar séu nú í kappi við tímann til að finna fleiri eftirlifandi.

Líkhús borgarinnar eru yfirfull og hafa stjórnvöld skipulagt fjöldagreftrun síðar í dag til að rýma til.

„Samfélagið allt syrgir. Ástvina er enn saknað, vel yfir sex hundruð,“ segir Abdulai Baraytay, talsmaður forseta landsins.

Aurskriðan féll úr fjallinu Sugar Loaf og fór yfir fjölmörg hús í Regent-hverfinu snemma morguns á mánudag. Miklar rigningar höfðu þá verið á svæðinu og voru fórnarlömbin mörg í fasta svefni þegar aurskriðan fór yfir.


Tengdar fréttir

Hundruð manna grófust undir aurflóði

Skortur á holræsum og úrhelli urðu til þess að aurflóð rann yfir úthverfi höfuðborgar Síerra Leoné í gær. Björgunaraðgerðir eru erfiðar vegna aðstæðna á svæðinu. Lægsta talan yfir fjölda látinna stendur í tveimur hundruðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×