Erlent

Annar maður handtekinn vegna mannráns bresku fyrirsætunnar Chloe Ayling

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Chloe Ayling, tvítug fyrirsæta, var numin á brott í Mílanó og haldið í gíslingu í sex daga.
Chloe Ayling, tvítug fyrirsæta, var numin á brott í Mílanó og haldið í gíslingu í sex daga. Skjáskot/Instagram
Lögreglan í Bretlandi hefur handtekið Michal Konrad Herba, 36 ára gamlan karlmann, í tengslum við mannránið á fyrirsætunni Chloe Ayling. Ayling var rænt og haldið í gíslingu í sex daga í Mílanó á Ítalíu í júlí síðastliðnum. Þetta kemur fram í frétt á vef BBC.

Michal Konrad Herba er bróðir Lukasz Pawel Herba sem er í haldi lögreglunnar á Ítalíu grunaður um að hafa rænt Ayling. Mennirnir eru taldir hafa ætlað að selja Ayling á uppboði á netinu fyrir 230 þúsund pund eða um 31,5 milljónir íslenskra króna.

Ayling var handjárnuð við kommóðu í svefnherbergi húss í bænum Borgial skammt frá Tórínó. Þar dúsaði hún í sex daga þar til henni var sleppt. Hún sagðist allan tímann hafa óttast um líf sitt og lýsti prísundinni sem „hryllilegri lífsreynslu.“

Hin tvítuga Chloe Ayling var stödd í Mílanó vegna myndatöku. Lögregluyfirvöld á Ítalíu segja tvo menn hafa ráðist á hana þann 11. júlí síðastliðinn, byrlað henni ólyfjan og rænt henni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×