Viðskipti innlent

Lárus leiðir stjórn Bankasýslunnar

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Bankasýslan er til húsa í Borgartúni.
Bankasýslan er til húsa í Borgartúni. Vísir/GVA
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað nýja stjórn Bankasýslu ríkisins. Stjórnin er skipuð til tveggja ára.

Í tilkynningu frá stjórnarráðinu segir að nú sitji í stórn Bankasýslunnar þau Lárus L. Blöndal, hæstaréttarlögmaður sem er formaður, framkvæmdastjórinn Margrét Kristmannsdóttir er varaformaður og Almar Guðmundsson hagfræðingur á sömuleiðis sæti í stjórninni. Varamaður er Egill Tryggvason, viðskiptafræðingur.

Áður áttu sæti í stjórninni fyrrnefndur Lárus sem og Hulda Dóra Styrmisdóttir, sem var varaformaður og Sigurjón Örn Þórsson.

Kveðið er á um helstu verkefni og markmið stofnunarinnar í lögum um Bankasýslu ríkisins auk þess sem gert er ráð fyrir að starfsemi stofnunarinnar mótist af eigandastefnu ríkisins í fjármálafyrirtækjum, eins og segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×