Innlent

Halldór Halldórsson gefur ekki kost á sér að nýju

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Halldór tilkynnti um ákvörðun sína í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Halldór tilkynnti um ákvörðun sína í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vísir/Ernir
Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, ætlar ekki að gefa kost á sér í leiðtogakjöri flokksins fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Hann segir að ekki sé verið að ýta sér til hliðar. Hann sé mjög sáttur við ákvörðunina og segist Halldór vera búinn að láta formann flokksins, Bjarna Benediktsson, sem og samstarfsmenn sína í borginni og nánustu stuðningsmenn, vita um ákvörðunina.



Í samtali við Sindra Sindrason í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Halldór að ákvörðunin hafi verið tekin í kjölfar endurmats á sínum aðstæðum. Hann hafi tekið endanlega ákvörðun fyrir um tíu dögum síðan, þegar hann var í sumarfríi og þannig fyrir utan „hringiðu stjórnmálanna.“

Sjá einnig: Sjallar í borginni efna til leiðtogavals

Hann segist hafa verið lengi í stjórnmálum eða allt frá árinu 1994, og að nú sé kominn tími til að „upplifa eitthvað nýtt og gera eitthvað nýtt.“ Hann segir ekki verið að ýta sér til hliðar - „það myndi gerast í prófkjöri eða uppstillingu,“ útskýrir Halldór.

Hann vill ekki tjá sig um það hvern hann vilji sjá í oddvitasætinu í næstu borgarstjórnarkosningum. Honum þyki það ekki við hæfi sem sitjandi oddviti. Hann viti til að mynda ekki hverjir verða í framboði.

Hann vill hafa nokkuð jafna kynjaskiptingu á listanum og að flokkurinn velji hæfasta einstaklinginn á topp listans, sama hvort það er karl eða kona. Hann telur flokkinn eiga góða möguleika í næstu kosningum, verði hann með góða stefnu.

Uppfært klukkan 18:52: 

Halldór hefur skrifað Facebookfærslu um ákvörðun sína sem sjá má hér að neðan.


Tengdar fréttir

Borgarsjallar funda um leiðtogaprófkjör

Í liðinni viku samþykkti Vörður að boða til leiðtogaprófkjörs fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor. Skiptar skoðanir eru um málið. Sambærileg tillaga var slegin út af borðinu árið 2013 eftir kröftug mótmæli gegn henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×