Viðskipti innlent

GAMMA með 263 milljóna skortstöðu í N1

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Eggert Þór Kristófersson. forstjóri N1.
Eggert Þór Kristófersson. forstjóri N1. vísir/valli
Fjármálafyrirtækið GAMMA Capital Management er með 263 milljóna króna skortstöðu í olíufélaginu N1, samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu. Fyrirtækið tilkynnti eftirlitinu um skortstöðuna 10. ágúst síðastliðinn.

Taki fjárfestir skortstöðu í hlutabréfum félags skapast honum hagnaður við verðlækkun viðkomandi bréfa. Með öðrum orðum veðjar fjárfestirinn á að bréfin lækki í verði.

Samkvæmt nýrri reglugerð Evrópusambandsins, sem tók gildi 1. júlí, þarf fjárfestir að tilkynna Fjármálaeftirlitinu um skortstöðu í bréfum félags þegar hún fer yfir 0,2 prósent af útgefnu hlutafé félagsins.

Skortstaða GAMMA í N1 er 0,93 prósent af útgefnu hlutafé olíufélagsins eða sem jafngildir um 263 milljónum króna.

Hlutabréf félagsins hafa lækkað um tæp tíu prósent í verði það sem af er ári. Samkeppniseftirlitið fjallar nú um fyrirhuguð kaup félagsins á Festi, sem rekur meðal annars verslanir Krónunnar og ELKO.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×