Innlent

Loka fyrir umferð austur um Suðurlandsveg

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Vegfarendur eru beðnir að virða merkingar og sýna aðgát við vinnusvæðin
Vegfarendur eru beðnir að virða merkingar og sýna aðgát við vinnusvæðin Vísir/vihelm
Af „óviðráðanlegum orsökum“ náðist ekki að klára malbikun á Hellisheiði sem ljúka átti í gær og því er stefnt að því að ljúka verkinu í kvöld og nótt. Í færslu Vegagerðarinnar er útskýrt að um sé að ræða 1200 metra kafla efst í Skíðaskálabrekku á akrein til austurs.

Því verður lokað fyrir umferð til austurs um Suðurlandsveg og umferð beint um Þrengslaveg. Umferð sem á erindi í Hellisheiðarvirkjun verður hleypt framhjá en umferð til vesturs verður ótrufluð. Áætlað er að vinnan standi yfir milli klukkan 19:00 og 03:00.

„Vegfarendur eru beðnir að virða merkingar og sýna aðgát við vinnusvæðin sem eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum,“ biðlar Vegagerðin.

Framkvæmdir við Borgarfjarðarbrú og Miklubraut

Þá er einnig að hefjast lokaáfanginn við gólfviðgerð á Borgarfjarðarbrú. Verkinu á að ljúka 14. nóvember en umferðinni verður stýrt með ljósum.

Sömuleiðis er stefnt að því á morgun að fræsa og malbika hægri akrein á Miklubraut, frá Flugvallarvegi í átt að Lönguhlíð. Akreininni verður lokað, umferðahraði lækkaður og má búast við lítilsháttar umferðartöfum frá klukkan 18:00 til 06:00.

„Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og sýna aðgát við vinnusvæðin sem eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×