Erlent

Gíslataka stöðvuð í Hollandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá aðgerðum lögreglu í morgun.
Frá aðgerðum lögreglu í morgun. Vísir/EPA
Lögreglan í Hollandi hefur handtekið mann sem hélt konu í gíslingu í húsnæði útvarpsstöðvarinnar 3FM í Hilversum. Lögreglan umkringdi húsið eftir að maður hótaði konu með hnífi og neyddi hana til að hleypa sér inn.

Samkvæmt NOS fréttaveitunni frá Hollandi talaði maðurinn bjagaða hollensku og vildi fá samband við CNN.

Samningamaður lögreglunnar náði sambandi við manninn og fór inn í húsið. Svo virðist sem hann hafi fengið gíslatökumanninn ti lað sleppa konunni því hún kom út skömmu seinna og maðurinn var handtekinn.

Enginn er sagður hafa sakað í gíslatökunni né aðgerðum lögreglu. Konan var þó flutt á sjúkrahús til skoðunnar samkvæmt frétt Reuters.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×