Sport

Conor þakkaði Celtic fyrir stuðninginn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
We're not here to take part. We're here to take over. Ódauðleg lína frá Conor var mætt á heimavöll Celtic í gær.
We're not here to take part. We're here to take over. Ódauðleg lína frá Conor var mætt á heimavöll Celtic í gær.
Stuðningsmenn skoska liðsins Celtic notuðu leikinn gegn Astana í Meistaradeildinni í gær til þess að sýna Íranum Conor McGregor stuðning.

Á vellinum var kominn risastór fáni með þekktum orðum Conors. Félagið sendi Íranum síðan kveðju og óskaði honum góðs gengis í bardaganum gegn Floyd Mayweather.

Þetta kunni Írinn heldur betur að meta og þakkaði fyrir sig eins og sjá má hér að neðan.

Það er rúm vika í bardaga Conors og Mayweather en bardaginn verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is.

MMA

Tengdar fréttir

Conor og Mayweather berjast í minni hönskum en til stóð

Íþróttasamband Nevada samþykkti á fundi sínum í dag að gera undanþágu í bardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather og leyfir þeim að berjast í minni hönskum en þeir eiga að gera miðað við þyngdarflokk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×