Lífið

Drengirnir í Migos dolfallnir yfir Bláa lóninu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þremenningarnir voru virkilega sáttir.
Þremenningarnir voru virkilega sáttir.
Rappsveitin Migos kom fram á tónleikum í Laugardalshöllinni í gær og mættu mörg þúsund Íslendingar á svæðið til sjá stjörnurnar á sviðinu.

Fyrr um daginn skelltu þremenningarnir sér í Bláa lónið og létu fara vel um sig. Quavo, Offset og Takeoff eru mennirnir á bakvið Migos en sveitin var stofnuð árið 2009. 

Quavo greindi meðal annar ítarlega frá Bláa lóns ferðinni og voru þeir félagarnir gríðarlega sáttir. Þeir fengu sér til að mynda nokkra ískalda bjóra og töluðu vel um þennan vinsælasta ferðamannastað landsins.

Í október 2016 gaf Migos út lagið Bad and Boujee  með Lil Uzi Vert sem fór beint á topp Billboard Hot 100 listann og er nú tilnefndur til Billboard Music Awards sem Besta rapplagið og Besta rappsamstarfið.

Drengirnir fóru einnig í Hlóðrita Studios í Hafnarfirði í gær og tóku víst upp efni þar. Hér að neðan má sjá mynd og myndbönd frá ferðinni. 

H A D F U N W/ M Y B O Y S T O D A Y G R E A T E X P E R I E N C E G O D I S G O O D

A post shared by QuavoHuncho (@quavohuncho) on






Fleiri fréttir

Sjá meira


×