Erlent

Trump fordæmir fjarlægingu „fallegra“ Suðurríkjastyttna

Atli Ísleifsson skrifar
Donald Trump tjáði sig um málið á Twitter.
Donald Trump tjáði sig um málið á Twitter. Vísir/AFP
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fordæmt ákvörðun borga og ríkja að fjarlægja styttur og minnisvarða um Suðurríkin og hershöfðingja þeirra í Þrælastríðinu. Trump segir stytturnar vera „fallegar“.

„Sorglegt að sjá sögu og menningu okkar mikla lands vera rifin í sundur með fjarlægingu á okkar fallegu styttum og minnisvörðum,“ sagði Trump fyrr í dag. „Þú getur ekki breytt sögunni, en þú getur lært af henni,“ hélt hann áfram.

Trump var harðlega gagnrýndur fyrir að verja skipuleggjendur mótmæla hvítra þjóðernissinna og nýnasista í Charlottesville um síðustu helgi. Kona lét lífið í átökum hinna þeirra og gagnmótmælenda og tugir særðust.

Þetta var í þriðja skipti á nokkurra mánaða tímabili sem hvítir þjóðernissinnar fylktu liði til Charlottesville til að mótmæla því að stytta af Robert E. Lee, herforingja Suðurríkjanna, yrði tekin niður.

Ljóst er að styttur af mönnum eins og Lee og ekki síður Suðurríkjafáninn hefur ólíka merkingu í huga Bandaríkjamanna. Fyrir fjölmarga hafa táknnin sambærilegan sess og hakakrossinn í hugum Þjóðverja.


Tengdar fréttir

Repúblikanar andæfa fordómum og Trump forseta

Margir háttsettir repúblikanar hafa gagnrýnt furðuleg ummæli Donalds Trump forseta um óeirðirnar í Charlottesville í gær. Helstu leiðtogar þeirra hafa þó hikað við að beina spjótum sínum beint að forsetanum.

Tekist á um tákn sundraðrar fortíðar

Minnisvarði um Suðurríkin voru miðpunktur mótmæla hvítra þjóðernissinna í Charlottesville um helgina. Tákn Suðurríkjanna hafa lengi verið sundrungarafl í bandarísku samfélagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×