Enski boltinn

Clement: Getum endað með betra lið án Gylfa

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Paul Clement ræddi við blaðamenn í dag.
Paul Clement ræddi við blaðamenn í dag. vísir/getty
Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, segir að þrátt fyrir brotthvarf Gylfa Þórs Sigurðarsonar geti Svanirnir endað á því að vera með betra lið án hans.

Swansea fékk um 45 milljónir punda frá Everton fyrir Gylfa sem skoraði níu mörk og gaf 13 stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

„Við getum nýtt þessa fjármuni til að styrkja hópinn og endað á því að vera með betra lið,“ sagði Clement brattur á blaðamannafundi í dag.

„Við erum ekki með Gylfa en við gætum hugsanlega fengið 2-3 leikmenn til að styrkja hópinn í nokkrum stöðum. Ég ræddi lengi við eigendurna í gærkvöldi,“ bætti Clement við.

Swansea hefur m.a. verið orðað við Wilfried Bony og Joe Allen, fyrrverandi leikmenn liðsins, sem og Nacer Chadli og Sam Clucas.

Swansea gerði markalaust jafntefli við Southampton í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar um síðustu helgi. Næstur leikur velska liðsins er gegn Manchester United á Liberty vellinum í hádeginu á laugardaginn.


Tengdar fréttir

Gylfi Þór og saga dýrasta Íslendingsins

Níu forverar Gylfa Þórs Sigurðssonar sem dýrasta knattspyrnumanns Íslands eru langt frá því að ná samanlagt upp í kaupverð Everton á Gylfa. Eiður Smári Guðjohnsen hafði verið sá dýrasti í sautján ár.

Spilar í bláu allan ársins hring

Gylfi Þór Sigurðsson er við það að ganga í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Everton, eftir að félagið komst að samkomulagi við Swansea um kaupverð. Hann fer í læknisskoðun hjá Everton í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×