Íslenski boltinn

Topplið Þór/KA kom til baka á Ásvöllum | Borgarstjórinn með þrennu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stephany Mayor.
Stephany Mayor. vísir/eyþór
Þór/KA lenti aftur undir á móti einu af neðstu liðum Pepsi-deildar kvenna í kvöld en nú komu norðankonur til baka og stigu eitt skref nær Íslandsmeistaratitlinum með 4-1 sigri á botnliði Hauka í Pepsi-deild kvenna. Grindavíkur konur halda áfram að hjálpa Þór/KA með því að taka stig af samkeppnisliðunum.

Stephany Mayor sýndi enn á ný mátt sinn og mikilvægi fyrir Þór/KA-liðið þegar hún skoraði þrennu í seinni hálfleik og tryggði Þór/KA 4-1 sigur á Haukum á Ásvöllum.

Vienna Behnke kom Haukum í 1-0 á 24. mínútu en miðvörðurinn Bianca Elissa Sierra var búin að jafna metin sex mínútum síðar.

Borgarstjórinn Stephany Mayor tók síðan yfir leikinn í seinni hálfleik og skoraði þá þrennu á þrettán mínútna kafla en eitt markið hennar kom úr víti.

ÍBV og Grindavík gerðu á sama tíma 2-2 jafntefli á Hásteinsvelli í Eyjum en Grindavíkurkonur halda áfram að hjálpa Þór/KA en núna búnar að taka stig af bæði Stjörnunni og ÍBV.  Eyjakonur komust tvisvar yfir en Grindavík jafnaði í bæði skiptin.

Upplýsingar um markaskorara eru fengnar frá fótbolti.net



Úrslit og markaskorarar í Pepsi-deild kvenna í kvöld:

Haukar - Þór/KA 1-4

1-0 Vienna Behnke (24.), 1-1  Bianca Elissa Sierra (30.), 1-2 Stephany Mayor (50.), 1-3 Stephany Mayor, víti (58.), 1-4 Stephany Mayor (63.)

ÍBV - Grindavík 2-2

1-0 Cloé Lacasse (3.), 1-1 Kristín Anítudóttir Mcmilla (56.), 2-1 Kristín Erna Sigurlásdóttir (67.), 2-2 María Sól Jakobsdóttir (82.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×