Enski boltinn

Sky: Tilboð Tottenham í Sánchez samþykkt

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Davinson Sánchez sló í gegn með Ajax á síðasta tímabili.
Davinson Sánchez sló í gegn með Ajax á síðasta tímabili. vísir/getty
Ajax hefur samþykkt tilboð Tottenham í kólumbíska miðvörðinn Davinson Sánchez samkvæmt heimildum Sky Sports. Kaupverðið gæti náð allt að 40 milljónum punda sem myndi gera Sánchez að dýrasta leikmanni í sögu Spurs.

Sánchez kom til Ajax frá Atlético Nacional í heimalandinu fyrir ári síðan.

Hann átti frábært tímabil með hollenska liðinu í fyrra og var valinn leikmaður ársins hjá því. Ajax endaði í 2. sæti hollensku úrvalsdeildarinnar og komst alla leið í úrslit Evrópudeildarinnar þar sem liðið tapaði fyrir Manchester United.

Gangi félagaskiptin í gegn verður hinn 21 árs gamli Sánchez fyrsti leikmaðurinn sem Tottenham kaupir í sumar.

Spurs hefur verið í leit að miðverði að undanförnu. Austurríkismaðurinn Kevin Wimmer gæti verið á leið til West Brom og ef hann fer er breiddin í öftustu línu Tottenham ekki mikil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×