Fótbolti

Sextán ára og eldri fá frían bjór í boði Schalke

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stuðningsmenn Schalke verða í stuði á morgun.
Stuðningsmenn Schalke verða í stuði á morgun. vísir/getty
Forráðamenn Schalke ætla að komast í mjúkinn hjá stuðningsmönnum sínum á morgun með því að gera þá mjúka.

Allir áhorfendur sem eru orðnir sextán ára og eldri fá stóran bjór í boði félagsins á vellinum. Það verða því ansi margir fríir lítrar af bjór því heimavöllur liðsins tekur rúmlega 62 þúsund manns í sæti.

Þeir örfáu sem hafa gagnrýnt þennan gjörning segja að forráðamenn Schalke séu með þessu að fá stuðningsmennina til þess að gleyma því hversu illa þeim hefur gengið á leikmannamarkaðnum í sumar.

Schalke lenti aðeins í tíunda sæti í deildinni og liðið á mjög erfiðan leik gegn RB Leipzig á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×