Innlent

Óvissa um formannskjör Neytendasamtakanna - Leggja áherslu á reksturinn

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Stefán Hrafn Jónsson, varaformaður Neytendasamtakanna segir að verið sé að reyna að ná jafnvægi á fjármálin. Þá sé möguleiki á því að ekki verði kosið um formann á næsta þingi.
Stefán Hrafn Jónsson, varaformaður Neytendasamtakanna segir að verið sé að reyna að ná jafnvægi á fjármálin. Þá sé möguleiki á því að ekki verði kosið um formann á næsta þingi. Stefán Hrafn Jónsson
Ekki er ljóst hvenær nýr formaður Neytendasamtakanna verður kosinn. Þá hefur rekstur samtakanna áhrif á stöðu mála. Á tímabili stefndi allt í það að samtökin yrðu fimmtán milljónum króna undir.

Stefán Hrafn Jónsson, varaformaður samtakanna, segir að verið sé að leggja áherslu á að ná rekstrinum í samt horf og því liggi ekki alveg ljóst fyrir hvort kosinn verður formaður á næsta þingi. Það sé möguleiki á því að ekkert verði úr næsta formannskjöri.

Samkvæmt lögum samtakanna skal kjósa nýjan formann á næsta reglulega þingi og mun það vera í október 2018.

„Mesta orka stjórnar og starfsmanna hefur farið í að ná jafnvægi í reksturinn. Við höfum ekki tekið ákvörðun hvernig við bregðumst við því að vera ekki með formann. Þangað til þá munum við deila störfum formanns á stjórn og starfsmenn,“ segir Stefán. Hann segir að lögin geri ekki ráð fyrir að formaður fari frá áður en tímabilinu ljúki.

Farið yfir fjármálin

Samtökin héldu í gær fund með félagsmönnum þar sem meðal annars var farið yfir stöðuna í fjármálum samtakanna.

„Við erum að nálgast það að klára árið nálægt núlli í eiginfjárstöðu þegar það stefndi í töluvert mikinn halla. Það voru til tæpar ellefu milljónir í sjóð í upphafi árs og það stefndi í, á tímabili, að við yrðum fimmtán milljónum krónum undir. En það er stutt í að  við náum þessu  á núll. Það er bara verið að vinna í málunum að koma jafnvægi í reksturinn,“segir Stefán í samtali við Vísi.

Hann segir þetta ekki vera stórar upphæðir í samræmi það sem tapaðist í hruninu en fyrir samtök sem velti litlum fjármunum á hverju ári skipti þetta máli.

„Samtökin hafa verið rekin undanfarin ár með miklu aðhaldi til þess að ná endum saman og klára hvert ár og það var farið heldur geyst en sá kafli er að baki og við lítum til framtíðar,“ segir Stefán.

Stefán segir að undanfarnir mánuðir hafi tekið á en mikil ólga var innan samtakanna vegna fyrrverandi formanns samtakanna Ólafs Arnarsson


Tengdar fréttir

Útilokar ekki að snúa aftur

Fráfarandi formaður Neytendasamtakanna telur rétt að kjósa á ný. Fjárhagur Neytendasamtakanna hefur verið í mínus undanfarin ár. Fráfarandi formaður segir að aðgerðir hans hafi miðað að því marki að rétta úr kútnum.

Formannslaust fram á haust 2018

Lög félagsins standa í vegi fyrir formannskjöri og stjórn samtakanna leitar nú til lögfróðra aðila um túlkun þeirra, vegna formannskrísunnar.

Stjórn Neytendasamtakanna íhuga að flýta formanns- og stjórnarkjöri

Stefán Hrafn Jónsson varaformaður Neytendasamtakanna segir að staðan innan þeirra hafi vissulega breyst með afsögn Ólafs Arnarsonar úr embætti formanns í fyrradag. Það sé vilji til þess innan samtakanna að flýta þingi þess og kosningum í embættið sem og í stjórn samtakanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×