Erlent

Lögreglan á Spáni lýsir eftir 18 ára pilti

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Lögreglan telur að hinn 18 ára gamli Moussa hafi ekið bílnum inn í hóp fólks á Römblunni í Barselóna í gær.
Lögreglan telur að hinn 18 ára gamli Moussa hafi ekið bílnum inn í hóp fólks á Römblunni í Barselóna í gær. Vísir
Lögreglan á Spáni hefur nafngreint og birt mynd af ungum manni sem leitað er að í tengslum við árásina á Römblunni í Barcelona.

Hinn 18 ára gamli Moussa Oukabir er grunaður um að hafa keyrt hvítum bíl inn í hóp fólks með þeim afleiðingum að 13 létust og rúmlega hundrað manns særðust.

Moussa er bróðir Driss Oukabir sem var fyrst talinn hafa keyrt bílinn. Skilríki Driss voru notuð til að leigja bílinn og segir hann að Moussa hafi stolið skilríkjum sínum. Þrír hafa verið handteknir vegna árásarinnar.

Nú hefur verið staðfest að 130 eru særðir. Þar af eru 17 í lífshættu og 30 í alvarlegu ástandi. Um er að ræða fólk frá 34 löndum.

Mínútuþögn var haldin í Barcelona í dag. Eftir að því lauk byrjaði hópurinn að kalla „við erum ekki hrædd“.

Fimm grunaðir hryðjuverkamenn voru felldir af lögreglu í bænum Cambrils skammt suður af Barselóna í nótt. Mennirnir, sem allir voru með fölsk sprengjubelti, eru sagðir tengjast árásinni í Barselóna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×