Alonso stal sigrinum fyrir Chelsea | Sjáðu mörkin

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Chelsea vann Tottenham 1-2 í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Marcos Alonso kom Chelsea yfir á 24. mínútu með stórglæsilegu marki beint úr aukaspyrnu.

Tottenham pressuðu stíft frá því Chelsea skoraði en náðu ekki að koma marki á leikinn. Það var ekki fyrr en á 82. mínútu að Michy Batshuayi skallar aukaspyrnu frá Christian Eriksen í eigið mark. Glæsilegur skalli sem hann hefði verið stoltur af, hefði hann átt að vera að sækja en ekki verjast.

Spánverjinn Alonso sá svo til þess að Chelsea tæki öll stigin þrjú með því að skora sigurmarkið á 88. mínútu. Chelsea unnu boltann á miðjum vellinum og spiluðu sig í gegnum vörn Tottenham. Pedro finnur Alonso í hlaupinu og hann klárar færið snyrtilega.

Hugo Lloris hefði mögulega átt að verja skot Alonso, en hann hleypti boltanum undir sig og inn í markið.

Tottenham geta verið vonsviknir að labba af velli án stiga, en þeir voru mikið meira með boltann í leiknum.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira