Barcelona átti ekki í vandræðum með Real Betis

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Lionel Messi.
Lionel Messi. Vísir/Getty
Barcelona byrjar tímabilið í La Liga með 2-0 sigri á Real Betis.

Alin Tosca fær skráð á sig sjálfsmark í fyrra marki Barcelona, en hann átti síðustu snertinguna á skot Gerard Deulofeu og stýrði boltanum í netið.

Aðeins þreumur mínútum seinna, á 39. mínútu, tvöfaldaði Sergi Roberto forystu Barcelona. Sergio Leon var kominn í færi hinu megin á vellinum en Javier Mascherano stelur af honum boltanum og kemur honum fram völlinn á Delofeu sem átti stoðsendinguna inn á Roberto.

Sigur Barcelona var aldrei í hættu en átti Real Betis ekki eitt einasta skot á markið í leiknum. Barcelona átti reyndar aðeins tvö skot á markið, en í heildina voru marktilraunirnar 15 hjá Barcelona.


Tengdar fréttir

Barcelona aftan á treyjum leikmanna

Leikmenn spænska liðsins Barcelona hafa ákveðið að spila ekki með nöfn sín aftan á treyjunum í leik liðsins gegn Real Betis á morgun, heldur standi "Barcelona“ aftan á treyjunum til að heiðra fórnarlömb hriðjuverkaárásarinnar sem gerð var á borgina.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira