Fótbolti

Stuðningsmenn Shenhua vilja ekki sjá Tevez aftur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tevez í búningi Shenhua.
Tevez í búningi Shenhua. vísir/getty
Argentínumaðurinn Carlos Tevez hefur ekki staðið undur væntingum síðan hann kom til kínverska liðsins Shanghai Shenhua frá Boca Juniors.

Kínverska liðið gerði Tevez að launahæsta leikmanni heims en það greiðir honum rúmar 90 milljónir króna í vikulaun.

Það verður seint sagt að Tevez sé að vinna fyrir kaupinu sínu en hann hefur aðeins skorað tvö mörk í ellefu leikjum fyrir félagið. Spilamennska hans hefur verið léleg og stuðningsmenn félagsins hata hann. Segja hann ekki nenna að leggja sig fram.

Tevez er meiddur og fékk leyfi til þess að fara í meðhöndlun í heimalandinu. Hann þarf að snúa aftur til baka um mánaðarmótin. Stuðningsmenn Shenhua vilja ekki sjá að hann komi til baka.

Aldrei koma aftur, lélegasti útlendingur deildarinnar og fleira í þeim dúr skrifa stuðningsmenn félagsins á netið og sumir hafa boðist til þess að flytja fyrir hann.

Þeim verður líklega ekki að ósk sinni enda myndi Tevez þurfa að greiða háar skaðabætur ef hann kemur ekki aftur til Kína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×