Innlent

Yfir 13 þúsund manns skráðir í maraþonið

Sæunn Gísladóttir skrifar
Reykjavíkurmaraþonið er hápunktur sumarsins í huga flestra hlaupara og hefur fyrir löngu skapað sér fastan sess í borgarlífinu.
Reykjavíkurmaraþonið er hápunktur sumarsins í huga flestra hlaupara og hefur fyrir löngu skapað sér fastan sess í borgarlífinu. Vísir/Hanna
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram á morgun en yfir 13 þúsund hlauparar munu taka þátt. Að sögn Eyrúnar Huldar Harðardóttur, verkefnastjóri Reykjavíkurmaraþons hjá Íslandsbanka, höfðu í gær yfir 13 þúsund manns skráð sig til þátttöku.

Þeir hlauparar hafa safnað rúmlega 86 milljónum króna til góðgerðarmála þegar þetta er skrifað.

„Skráningar ganga alveg frábærlega. Í gær voru rúmlega 13 þúsund manns skráðir í hlaupið. Það er hægt að skrá sig í Laugardalshöllinni í dag og verður opið þar til sjö. Hlaupastyrkur er á fullu flugi, við erum komin langt yfir 80 milljónir og hann mun fljúga áfram í dag,” segir Eyrún.

Hún segir ekki hægt að segja til um hvort hærri upphæð hafi safnast í ár en í fyrra. „Þetta er á svipuðu róli það er ekki hægt að segja til um hvernig þetta verður. Síðasti dagurinn er í dag og það verður spennandi að sjá hvernig þetta fer.”

Fjölmargir erlendir hlauparar hafa skráð sig í ár. „Það eru yfir 4000 erlendir hlauparar skráðir. Sá hópur stækkar yfirleitt milli ára og þau eru yfirleitt meir að fara í lengri vegalengdirnar,” segir Eyrún.

Eyrún hvetur alla til að fara í Laugardalshöll í dag á skráningarhátíðina á Fit and Run Expo því fjölmargir viðburðir verða þar í dag. Einnig hvetur hún fólk til að fara í bæinn á morgun og hvetja hlauparana áfram.

„Í fyrra mættu 20 þúsund manns á skráningarhátíðina. Svo hvet ég folk til að fara í bæinn það verða einhverjir tugi þúsundar manna þar allan daginn og það er svo mikil stemming. MC Gauti hitar upp fyrir skemmtiskokkið klukkan tólf,” segir Eyrún




Fleiri fréttir

Sjá meira


×