Enski boltinn

Sanchez verður dýrasti leikmaður í sögu Tottenham

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sanchez í leik með Ajax.
Sanchez í leik með Ajax. vísir/getty
Tottenham hefur náð samkomulagi við Ajax um kaupverð á kólumbíska miðverðinum, Davinson Sanchez.

Spurs ætlar að greiða hollenska liðinu 42 milljónir punda, 5,8 milljarða króna, fyrir leikmanninn. Það gerir hann að dýrasti leikmanni í sögu Tottenham. Moussa Sissoko er sá dýrasti en hann kostaði 30 milljónir punda er hann kom frá Newcastle.

Hinn 21 árs gamli Sanchez verður fyrsti leikmaðurinn sem semur við Tottenham í sumar. Hann ætti að skrifa undir við félagið um helgina.

Sanchez kom til Ajax fyrir rúmu ári síðan og kostaði félagið þá 3,8 milljónir punda. Ajax er því að græða ansi mikið á leikmanninum.

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, vonast eftir því að kaupa þrjá leikmenn til viðbótar áður en glugginn lokar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×