Íslenski boltinn

Teigurinn: Úrslitin eru ráðin í Hornspyrnukeppninni | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hornspyrnukeppnin hefur í sumar verið fastur liður í Teignum á Stöð 2 Sport, vikulegum þætti um Pepsi-deild karla í umsjón Guðmundar Benediktssonar.

Hornspyrnukeppnin hefur í sumar verið fastur liður í Teignum á Stöð 2 Sport, vikulegum þætti um Pepsi-deild karla í umsjón Guðmundar Benediktssonar.

Að þessu sinni var Teigurinn á Akureyri þar sem KA-menn spreyttu sig í Hornspyrnukeppninni. Fulltrúar þeirra voru húsvísku bræðurnir Hrannar Björn og Hallgrímur Mar Steingrímssynir auk Ólafs Arons Péturssonar.

KA var síðasta liðið sem tekur þátt í Hornspyrnukeppninni í sumar og úrslitin eru því ráðin.

Í spilaranum hér að ofan má sjá hvernig KA-mönnum tókst til og hvaða lið vann á endanum hornspyrnukeppnin Teigsins í sumar. Þar kemur líka fram hvaða leikmaður vann einstaklingskeppnina en enginn átti þar svar við heitasta manni sumarsins.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×